Félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH í Fossvogi.

1 2 3

Fréttir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins

Góðgerðar­mótið skemmti­lega, Ein­vígið á Nes­inu, fór fram á Nesvell­in­um á Seltjarn­ar­nesi 3. ágúst 2020 venju sam­kvæmt. Hert til­mæli sótt­varna­lækn­is settu þó sinn svip á móts­haldið því eng­ir áhorf­end­ur voru leyfðir í þetta skiptið. Snjall­ir kylf­ing­ar þáðu boð um að keppa og láta gott af sér leiða. Von, fé­lag til styrkt­ar skjól­stæðing­um gjör­gæslu­deild­ar E6 á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi, fær að njóta góðs af mót­inu í ár. Er hún einnig kölluð Covid-deild Land­spít­al­ans.

Ég hlýði Víði

Hlýðir þú Víði?

Vegna fjölda fyrirspurna eru nú komnir í sölu þessir bolir, bæði í hvítu og svörtu og í flestum stærðum. Bolirnir fást í vefverslun á margtsmatt.is. Hagnaður af bolunum rennur óskiptur til Vonar, styrktarfélags gjörgæslu LSH en þar starfar framlínufólkið í baráttunni við COVID-19 og öruggt að peningunum verður vel varið þar.

Sala á bolum skilaði myndarlegum styrk.

Það var sannarlega gefandi stund þegar Birgir Ómarsson grafískur hönnuður hjá Kaktusi og Árni Esra Einarsson afhentu félaginu myndarlegan styrk sem hefur safnast vegna sölu bolanna. Vegna heimsóknarbanns á Landspítalans í Fossvogi var móttaka haldin á þyrlupallinum við spítalann. Stjórn Vonar sendir öllum velunnurum félagsins alúðarþakkir.

Um Von

Von er félag til styrktar skjólstæðingum gjörgæsludeildar LSH Fossvogi.

Verkefni okkar er fyrst og fremst að bæta aðstöðu skjólstæðinga okkar og gera þeim kleift að vera í sem bestu mögulega umhverfi á þeirra erfiðu stundum.

Styrkja Von

Hægt er að styrkja starfsemi Vonar með því að kaupa minningarkort.Smellið á myndina til að skoða.

Einnig er hægt að styrkja Von með því að kaupa tækifæriskort.


Smellið á myndina til að skoða.